Haukar unnu Snæfell í þriðja leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild kvenna og tóku forystu í einvíginu, 2-1 og þurfa núna bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn.
Helena koma aftur í liðið eftir að hafa hvílt leik II vegna meiðsla og hún kom inní liðið með sprengju, 45 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, stórkostlegur leikur hjá henni og það meidd á kálfa. Ljóst var í fyrri hálfleik að hún væri ekki 100% en hún skoraði samt 17 stig en í þeim síðari var hún farinn að treysta kálfanum aðeins betur og var þá óstöðvandi.
Haukaliðið var í smá basli í leiknum sóknarlega og var eins og það vantaði smá baráttu í liðið en Snæfellingar hirtu mikið af fráköstum og voru grimmari að ná lausum boltum, en eftir því sem leið á leikinn þá kom meira sjálfstraust í liðið og baráttan fylgdi með. Pálína kom sterk inn í síðari hálfleik og átti margar mikilvægar körfur og spilaði góða vörn á besta leikmann Snæfells, Palmer, þannig að hún var orðin mjög þreytt í fjórða leikhluta. Jóhann kom svo mjög sterk inn í 4 leikhluta og í framlengingunni átti hún mjög mikilvæga körfur og fráköst.
Frábær sigur hjá stelpunum og nú er bara að tryggja sér titilinn í Hólminum á sunnudaginn kl. 19:15 og hvetjum við Haukafólk til að fjölmenna í Hólminn.