Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Hafnarfjarðarmóti 6.bekkinga í handbolta sem fram fór í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 10. nóvember. Greinilegt er á myndunum að mótið heppnaðist vel og allir voru ánægðir. Mótið var samvinnuverkefni Hauka, FH og HSÍ og tókst í flesta staði vel að sögn mótshaldara.
Krakkarnir úr Setbergsskóla
Strákarnir úr Lækjarskóla í flottu búningunum
Mótsstjórar að störfum
Tilbúin í markinu
Líf og fjör á bekknum
Haukastrákar úr Lækjarskóla
Krakkarnir úr Hvaleyrarskóla að bíða á milli leikja
Áhorfendur fylgdust spenntir með
Bæjarstjórinn lét sjá sig
Upphitun
Í hádeginu var hádegismatur og allir biðu í röð
Mikið er gott að fá að borða
Pizzurnar runnu út
Aston Villa maður 🙂
Verið að bíða eftir pizzu og Svala
Krakkarnir stóðu sig vel í röðinni
Og allir settust niður og fengu sér að borða
Pizzaklúbburinn
Gott að geta spjallað yfir hádegismatnum
Krakkarnir stóðu sig vel í hádeginu og voru til fyrirmyndar
Pizzan var greinilega mjög góð og Svalinn líka
Við þökkum krökkunum fyrir þátttökuna og FH og HSÍ fyrir samstarfið.