Kristján Ómar Björnsson hefur verið ráðinn sem starfsmaður Knattspyrnudeildar Hauka og mun hafa viðveru á skrifstofu Knattspyrnudeildarinnar í Íþróttahúsi Hauka eftir hádegi flesta virka daga. Að auki hefur Kristján Ómar tekið að sér þjálfun 2. flokks karla í knattspyrnu.
Knattspyrnudeild Hauka býður Kristján Ómar velkominn til starfa.