Naumur Haukasigur í Mýrinni

HaukarÞað var ekki fallegur handboltinn sem boðið var upp á í Mýrinni í kvöld þegar opnunarleikur N1-deildar karla fór fram. En heimamenn í Stjörnunni tóku á móti Íslandsmeisturum Hauka. 

Staðan í hálfleik var 10-8 Haukum í vil og í seinni hálfleik voru 15 mörk skoruð, lokastaðan 17-16 fyrir Haukum. Já markaskorið í þessum leik með eindæmum lítið.

Næsti leikur Hauka er í Evrópukeppni Bikarhafa næstu helgi, en þá fara Haukar til Póllands og leika gegn Wisla Plock en leikurinn fer fram á laugardaginn. Seinni leikurinn er svo viku síðar á Ásvöllum. 

Þórólfur Nielsen skoraði fyrsta mark N1-deildarinnar í ár og Stjörnumenn komust í 3-1 en þá tóku Haukar við sér og komust yfir og héldu forystunni út hálfleikinn og eins og fyrr segir var staðan 10-8 í hálfleik. Birkir Ívar fór á kostum í fyrri hálfleiknum og varði 11 bolta og hann hélt áfram að verja í seinni hálfleiknum og varði heila 26 bolta í leiknum og var maður leiksins.

Haukar komust svo í stöðuna 13-10 í seinni hálfleik og þá var flestum Haukurum létt enda vita það flestir að Haukar tapa aldrei leik sem staðan 13-10 kemur upp. Haukar náðu mest fjögurra marka forystu en Stjörnumenn náðu að minnka muninn í eitt mark þegar lítið var eftir.

Þegar mínúta var til leiksloka voru Haukar með boltann og marki yfir, en hálfri mínútu síðar var dæmd sóknarbrot á Hauka og tók Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Sem betur fer náðu Stjörnumenn ekki að nýta sér tækifærið í síðustu sókninni, en Vilhjálmur Halldórsson tók aukakast þegar tíminn var liðinn en Birkir Ívar var vel á verði og varði.

Sigur Hauka því staðreynd en naumur var vann. Næsti leikur Hauka í deildinni er miðvikudaginn 14.október en þá koma Akureyringar í heimsókn.

Mörk Hauka: Guðmundur Ólafsson 3, Einar Örn Jónsson 3/1 Sigurbergur Sveinsson 3/2, Pétur Pálsson 2, Freyr Brynjarsson 2, Elías Már Halldórsson 1, Björgvin Hólmgeirsson 1.

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23/2.