Alls hafa sjö stelpur í 3. flokki kvenna hjá Haukum verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá KSÍ í mars og apríl.
Þær Berghildur Björt Egilsdóttir, Elín Björg Símonardóttir, Erla Sól Vigfúsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir voru valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 dagana 12. og 13. apríl nk. Um er að ræða æfingar fyrir UEFA Development Tournament sem fram fer í Króatíu 6. – 12. maí n.k. Landsliðsþjálfari U16 kvenna er Jörundur Áki Sveinsson.
Þá tóku þær Berglind Þrastardóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir þátt í úrtaksæfingum U15 í lok mars. Lúðvík Gunnarsson er landsliðsþjálfari U15 kvenna.
Þeir Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson tóku einnig þátt í úrtaksæfingum í lok mars. Lúðvík Gunnarsson er landsliðsþjálfari U15 karla.
Knattspyrnudeild Hauka óskar fyrrgreindum iðkendum innilega til hamingju með valið og það er ljóst að framtíðin er björt í Haukum.
Áfram Haukar!