Mfl. Hauka í Dominos deild karla fer í Ljónagryfjuna í kvöld og mun etja kappi við Njarðvíkinga kl. 19:15.
Bæði lið hafa aðeins hikstað í byrjun móts og hafa verið breytingar á mannskap hjá báðum liðum. Haukarnir unnu sannfærandi sigur á ÍR í síðasta leik og náðu mest um 30 stiga forystu. Strákarnir spiluðu fanta vel og sóknin var hröð og ljóst að nýr erlendur leikmaður, Sherrod Wright, styrkir liðið gríðarlega og kemur með ferska vinda inní liðið.
Njarðvík var að bæta við sig öðrum erlendum leikmanni, leikmanni sem spilaði með þeim í fyrra og á sá leikmaður að styrkja teiginn hjá þeim. Ljóst er að bæði lið þurfa sigur til að komast í efri hlutann og því má búast við fjörugum og skemmtilegum leik.