Það er búið að opna fyrir skráningar á næstu vetrar- og vornámskeið hjá Hugaríþróttadeildinni, annars vegar jan-mars tímabilið og apríl-júní tímabilið hins vegar.
Vetrarnámskeiðin hefjast mánudaginn 11. janúar og athugið að aðeins eru 10 pláss í boði á hverju námskeiði.
Námskeið í boði fyrir 8-12 ára
- Mánudaga og fimmtudaga frá kl. 15:15-16:30
- Mánudaga og fimmtudaga frá kl. 16:30-17:45
– Iðkendur geta ekki flakkað á milli tímasetninga.
Iðkendur á aldrinum 12-16 ára
- Mánudaga og fimmtudaga frá kl. 17:45-19:00.
Æfingarnar fara fram í húsnæði NÚ við Reykjavíkurveg 50 í Hafnarfirði. Æfingarnar eru samsettar úr rafíþróttum (Fortnite, Counterstrike, Call of Duty, o.fl.), hugaríþróttum, líkamlegri þjálfun og fræðslu um heilbrigðan lífstíl. Æfingarnar fara í grunninn þannig fram að í 2/3 af tímanum eru spilaðir tölvuleikir í fullkomnu tölvuveri Hugaríþróttadeildarinnar, og 1/3 af tímanum eru eru gerðar líkamlegar æfingar og ýmsar hugarþrautir eins og skákþrautir, að tefla hraðskák, „IQ-þrautir“ og fleira slíkt. Að auki fá iðkendur heimaverkefni sem felast í því að horfa á stutta fræðandi fyrirlestra um t.d. svefn, næringarfræði, mannslíkamann og þjálfun hugans. Hverju námskeiði lýkur svo með félagslegum atburði þar sem hópurinn hittist og gerir sér glaðan dag.
Farið inn á www.haukar.felog.is til að ganga frá skráningum og munið að skrá ykkur inn með Íslyklinum til þess að nýta frístundastyrk sveitarfélagsins.