Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Linda Guðmundsdóttir er aðalþjálfari námskeiðsins, en aðalþjálfari Skokkhópsins, Hreiðar Júlíusson, kemur einnig að skipulagi og utanumhaldi.
Námskeiðið er átta vikur.
Æfingar eru þrisvar í viku:
– mánudaga klukkan 17:30
– miðvikudaga klukkan 17:30
– laugardaga klukkan 9:00
Æfingar hefjast jafnan á íþróttasvæði Hauka, Ásvöllum, en auk þess má búast við því að æfingar fari fram á stígunum við Hvaleyrarvatn.
Í lok námskeiðsins eru þáttakendur hvattir til þess að halda áfram að æfa með skokkhópnum og gildir námskeiðsgjaldið einnig sem aðildargjald til áramóta. Námskeiðsgjaldið er 15.000,-
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera í stakk búnir til að hlaupa 5 km í Miðnæturhlaupinu í júní og einnig taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst.
Skráning og frekari upplýsingar fer fram í netfanginu haukarskokk@gmail.com
Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/262854556891900