Eftir frækilegan sigur á ÍR í síðasta leik er komið að heimaleik gegn Akureyri en liðin spila í dag, fimmtudag, í Schenkerhöllinni og hefst leikurinn kl. 18:00.
Haukastrákarnir eru sem stendur í efsta sætinu með 19 stig eftir 12 leiki og með 5 stiga forystu á ÍBV og Fram sem eru jöfn í öðru sætinu með 14 stig. Lið Akureyrar hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og hafa mikil meiðsli sett strik í reikninginn hjá þeim. Þeir eru sem stendur í 7 sæti með 8 stig eftir 11 leiki, eru sem sagt í fallsæti. Það má þó ekki vanmeta lið Akureyrar því á góðum degi geta þeir náð stigum af öllum liðunum í deildinni.
Það er mikilvægt að fá góða mætingu á leikinn og öflugan stuðning.
Þess má geta fyrir þá sem ekki komast á leikinn að hann verður sýndur beint á Hauka TV.
Matur eftir leik og nýskráningar í Hauka í horni.
Strax eftir leikinn verðum Haukum í horni boðið upp á mat og léttar veitingar í forsal samkomusalarins. Einnig bjóðum við þar nýja félaga velkomna en skráning í klúbbinn munu fara fram á staðnum.
Áfram Haukar!