Ólöf Helga Pálsdóttir var nú um helgina ráðin sem nýr þjálfari Íslandsmeistara Hauka í Dominos deild kvenna.
Ólöf Helga hefur náð eftirtektarverðum árangri með yngri flokka Grindavíkur síðustu ár og var einnig öflugur leikmaður á sínum tíma.
Ölöf Helga hefur gríðarlegan metnað sem þjálfari og kemur inn í stað Ingvars Guðjónssonar sem hætti sem þjálfari nú fyrir stuttu.
Einhverjar breytingar munu verða á liðinu en nú þegar er ljóst að liðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku, en Helena Sverrisdóttir hefur ákveðið að fara aftur erlendis í atvinnumensku og er þar mjög stórt skarð sem hún skilur eftir sig í liðinu. Haukaliðið er með mikið af efnilegum leikmönnum og því er björt framtíðin.
Haukar bjóða Ólöfu Helgu velkomna í Haukafjölskylduna.