Þór Þorlákshöfn mætir á Ásvelli á morgun, væntanlega með fríðu föruneyti, og leika gegn Haukum í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins. Þór hefur gengið vel í 1. deildinni það sem af er vetri og ekki tapað leik.
Pétur Ingvarsson á von á mjög erfiðum leik gegn Þór enda með vanan mann í brúnni.
„Benni (Benedikt Guðmundsson) er einn sigursælasti körfuboltaþjálfari síðari ára og er búinn að gera vel í Þorlákshöfn. Þeir hafa þrjá góða erlenda leikmenn í bland við efnilega heimastráka og því á ég von á mjög erfiðum leik,“ sagði Pétur.
Haukar hafa tapað þremur leikjum í röð í IE – deildinni og sitja í 9 sæti deildarinnar. Þór er því ekki langt fyrir aftan Hauka og munu líklegast vilja bera sig saman við liðin á þessum stað í deildinni.
„Við þurfa að snúa við taphrinu og ná sigri á heimavelli. Við þurfum að bæta vörnina hjá okkur og skerpa örlítið á sókninni og vonandi fáum við góðan stuðning úr stúkunni.“
Það vakti athygli í leik Hauka gegn Njarðvík að Sævar Ingi Haraldsson var ekki með Haukaliðinu. Sævar er staddur erlendis í augnablikinu og kemur til með að missa af leiknum á morgun.
„Já það er slæmt að missa Sævar sem hefur verið okkar mikilvægasti leikmaður það sem af er en við leysum það eins vel og við getum,“ sagði Pétur að lokum um fjarveru Sævars.