Pétur Guðmundsson lætur af störfum

Haukar

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka og Pétur Rúðrik Guðmundsson þjálfari hafa komist að samkomulagi um að hann stigi til hliðar og hætti sem þjálfari meistaraflokksliðs Hauka.

Samstarf við Pétur hefur verið með ágætum og er honum þökkuð góð samvinna og framlag hans við uppbyggingu liðsins.

Ívar Ásgrímsson sem er yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni mun taka við af Pétri og klára keppnistímabilið samhliða því að þjálfa yngri flokka.

Einnig hefur verið gert samkomulag við Aaryon Williams um að hann hætti að leika með liðinu og er leit hafinn að eftirmanni hans.

f.h. kkd. Hauka
Samúel Guðmundsson formaður