Stelpurnar í 5. fl. kvenna halda áfram á sigurbraut. Um helgina spilaði yngra árið á sínu öðru móti á þessu tímabili. Þær byrjuðu í þrjðju deild og unnu sig auðveldlega upp um deild í fyrsta mótinu. Um helgina spiluðu þær því í annarri deild og fengu miklu meiri mótspyrnu heldur en í fyrsta mótinu.
Þrátt fyrir að „bogna“ á köflum brotnuðu þær aldrei og sýndu af sér mikla baráttu og sigruðu í öllum leikjum sínum og eru því komnar í fyrstu deild. Þess má geta að 5 leikmenn úr hópnum er að spila upp fyrir sig, eru á eldra ári í 6. flokki.
Úrslit leikjanna:
Haukar – Fjölnir 15 – 12
Haukar – ÍR 13 – 12
Haukar – Fram GH1 10 – 9
Haukar – Afturelding 18 – 5
Langmarkahæst í þessum fjórum leikjum var Hólmfríður en hún skoraði 32 af 56 mörkum liðsins. Nýtingin hjá henni var um 76%, sem er afar vel gert. Einnig var markvarslan fín en Birta var með 37% markvörslu og Katla 52%.
Til hamingju stelpur og áfram Haukar.