Ef einhver var ekki farinn að taka liðið hans Péturs Ingvarssonar alvarlega fyrir leik kvöldsins þarf hann að gera það núna. Haukar unnu Grindavík í kvöld í Iceland Express-deildinni afar sannfærandi 63-82. Leikmenn Hauka voru betri og sterkari á öllum vígstöðvum og t.a.m. þá var leikstjórnandi Hauka Emil Barja með 11 fráköst.
Eftir jafnan fyrsta leikhluta voru það leikmenn Hauka sem tóku öll völd á vellinum. Keyrðu þeir muninn upp í 12-19 stig og hélst munur Hauka út leikinn. Grindvíkingar náðu að minnka nokkrum sinnum í 9 eða 10 stig en hraustir Hafnfirðingar stóðust öll áhlaup og unnu flottan sigur.
Fyrir leik kvöldsins deildu Grindvíkingar toppsætinu með Snæfellingum og að auki voru þeir búnir að vinna alla heimaleiki sína í vetur.
Grindavik skoraði 63 stig sem segir allt um þann frábæra varnarleik sem Haukar léku en sóknarmenn Grindvíkinga sem þykja með þeim bestu á landinu gekk fátt og skot þeirra geiguðu.
Haukar fráköstuðu frábærlega í leiknum og tóku 13 fleiri fráköst 45/58 og fengu tæplega 30 fleiri skot.
Eftir þennan sigur eru Haukar í 5.-7. sæti með 14 stig ásamt Tindastól og Stjörnunni en vegna hagstæðara stigakors úr innbyrðisleikjum eru Haukar í 5. sæti.
Stigahæstur hjá Haukum var Gerald Robinson með enn eina rosalega tvennu eða 20 stig og heil 23 fráköst. Semaj Inge setti 19 stig og Haukur Óskarsson skoraði 11 stig.
Næsti leikur Hauka er á fimmtudag gegn Fjölni.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is