Rakel Leósdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til tveggja ára.
Rakel sem er fædd árið 1999 á að baki 38 leiki í meistaraflokki, þar af 11 leiki í Pepsí Max deild kvenna með Fylki, og hefur skorað níu mörk.
Rakel, sem var á láni hjá Haukum á síðasta tímabili, tók þátt í sex leikjum með liðinu en meiðsli komu í veg fyrir þátttöku í fleiri leikjum. Hún spilar jafnan sem framherji eða kantmaður.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka býður Rakel innilega velkomna í félagið.