R E G L U G E R Ð

FÉLAGSRÁÐS HAUKA.

  1. grein.

Innan Knattspyrnufélagsins Hauka, skal starfa sjálfstæð deild fyrir almenna félaga, Félagsráð Hauka.   Allir stuðningsmenn Knattspyrnufélagsins Hauka geta orðið félagar í félagsráði enda greiði þeir árlegt félagsgjald sem ákveðið er af stjórn félagsráðs.  Félagsráð skal halda skrá yfir alla félaga.

  1. grein. 

Tilgangur félagsráðs er að styðja og styrkja félagsstarf Knattspyrnufélagsins Hauka og standa vörð um hagsmuni félagsmanna, Félagsráð getur veitt fjárstyrki eða komið að öðrum málum sem styrkir félagsstarf á vegum Hauka.    Félagsráð skal standa fyrir fundahöldum og öðrum félagsstörfum fyrir almenna félagsmenn.

  1. grein.

Félagsráð skal halda sérstakan sjóð, Félagssjóð Hauka, sem skal nota sem varasjóð þegar íþróttastarfssemi á vegum Knattspyrnufélagsins Hauka þarf á sérstökum fjárstuðningi að halda.  Tekjur Félagssjóðs ákveðast af stjórn Félagsráðs.  Ávaxta skal sjóðinn á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt þannig að hann nái að þjóna tilgangi sínum sem best. Óheimilt er að greiða úr félagssjóði nema með meirihlutasamþykki bæði aðalstjórnar Hauka og stjórnar félagsráðs.

  1. grein. 

Stjórn Félagsráðs skipa þrír til fimm menn, kosnir á aðalfundi Knattspyrnufélagsins Hauka ár hvert.  Stjórnin skipar sjálf með sér verkum. Reikningsár Félagsráðs er hið sama og Kattspyrnufélagsins Hauka.

  1. grein.

Félagsráð er óaðskiljanlegur hluti Knattspyrnufélagsins Hauka, Hafnarfirði og lýtur þeim reglur sem gilda almennt um Knattspyrnufélagið Hauka.  Heimilt er að breyta ákvæðum þessarar reglugerðar á aðalfundi Knattspyrnufélagsins Hauka í tengslum við almennar breytingar á lögum.

Þannig samþykkt á aðalfundi Hauka og félagsfundi félagsráðs í mars 2007.