Riðlaskiptingin fyrir Deildarbikar KSÍ er orðin klár

Úr leik Hauka og Þór í sumar, þau mætast einnig í DeildarbikarnumMótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu og fyrirkomulag Deildarbikarkeppni KSÍ árið 2010 en þar eiga Haukar þrjú lið. Leikið er í þremur deildum, jafnt í körlum og konum.

Ekki er enn komið á hreint hvenær mótið hefst, en það mun líklegast vera seinni partinn í febrúar.

Karlalið Hauka sem eins og flestir vita mun spila í Pepsi-deildinni næsta sumar er í A-deild, riðli 1. Ásamt Haukum eru Úrvalsdeildarfélögin, Fylkir, Grindavík og Stjarnan ásamt fyrstu deildarfélögunum, Þór Akureyri, Njarðvík, Fjarðabyggð og ÍA.

Kvennalið Hauka sem vann sér þáttökurétt í Pepsi-deildinni líkt og karlaliðið mun spila í B-beild kvenna ásamt FH, Aftureldingu, Gríndavík, ÍBV, ÍR og Keflavík.

Þriðja Haukaliðið, Markaregn sem var stofnað nú fyrir skömmu og mun spila í 3.deildinni í sumar er í aldeilis spennandi riðli en þeir eru í C-deild riðli 3 með liðunum, Afríku, KB, Hvíta Riddaranum og Þrótti úr Vogum.

Hægt er að sjá alla riðlana bæði í karla og kvennaflokki hér.

Haukasíðan mun að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála hjá Haukaliðunum í Deildarbikarnum þegar hann hefst.

 

Share & Bookmark

×
Facebook
Pinterest
Digg
Email
GooglePlus
LinkedIn
PDF
Reddit
Tumblr
Twitter
Vkontakte
Whatsapp
MySpace
Print
Facebook
GooglePlus
LinkedIn
Twitter
Pinterest
Email
Digg
Reddit
Vkontakte
Tumblr
Print
More...
Facebook
GooglePlus
LinkedIn
Twitter
Pinterest
Email
Digg
Reddit
Vkontakte
Tumblr
Print
More...