Hann var þéttsetinn Forsalurinn í síðustu viku þegar Lávarðarnir – ökumenn Hauka, settust að snæðingi ásamt öðrum góðum félögum og tóku vel til matar síns. Á borðum var hrossakjöt með öllu. Ræðumaður kvöldsins var Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra og alþingismaður, og var gerður góður rómur að máli hans. Samkomunni stjórnaði af festu Magnús Gunnarsson, formaður félagsins.