Handbolti: Samantekt helgarinnar

Það var nóg að gera í handboltanum um helgina eins og svo oft áður en bæði meistaraflokks lið Hauka og U-lið karla áttu stórleiki..

Mfl. karla fóru í Mosfellsbæinn á föstudagskvöldinu og léku gegn Aftureldingu. Leikurinn endaði með jafntefli 26-26 en staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Aftureldingu.

Mörk: Stefán Rafn Sigurmannsson 8/5, Adam Haukur Baumruk 6, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Tjörvi Þorgeirsson, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Darri Aronsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 (29,7%).

Stefán Rafn var maður leiksins samkvæmt HBStatz en hann var með fullkomna skotnýtingu í leiknum. Tjörvi skapaði flest marktækifæri fyrir liðið, 3 stoðsendingar. Ólafur Ægir var með 4 löglegar stöðvanir í vörninni ásamt því að fiska boltann af Aftureldingu einu sinni. Þráinn Orri var með 3 löglegar stöðvanir og varði 1 skot í vörninni.

Mynd: Binni

Stelpurnar tóku á móti Fram hér á Ásvöllum og áttu þær frábæran baráttuleik sem skilaði þeim jafntefli.  Leikurinn endaði 32-32 en staðan í hálfleik var 16-20 fyrir Fram.

Mörk: Sara Odden 8, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 5/4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Rakel Sigurðardóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 3, Natasja Hammer 2, Berglind Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 19 (37,3).

Sara Odden var maður leiksins samkvæmt HBStatz en hún var ekki einungis markahæsti leikmaður Hauka með 8 mörk heldur átti hún einnig þátt í 10 marktækifærum með 7 stoðsendingar. Sara stal botanum af liði Fram 3 sinnum og varði boltann 3 í vörninni. Karen Helga var með 6 sköpuð færi, 5 stoðsendingar, 6 lögleg stopp í vörninni og stal boltanum 1 sinni af Fram . Elín Klara átti 4 stoðsendingar.

Mynd: Binni

U-lið karla fór alla leið á Akureyri á sunnudaginn til að etja kappi við lið Þórs. Leikurinn endaði 27-25 fyrir Þórsurum.

Mörk: Sigurður Jónsson 6, Róbert Snær Örvarsson 5, Jón Brynjar Kjartansson 3, Össur Haraldsson 3, Jakob Aronsson 2, Alex Már Júlíusson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Andri Fannar Elísson 2.


Mynd: Páll Jóhannesson