Á föstudaginn síðastliðinn hittust leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn saman inn í forsal veislusalsins í afmæliskaffi og að því tilefni voru samningar við leikmenn körfuknattleiksdeildar framlengdir.
Þær Guðrún Ósk Ámundadóttir og Íris Sverrisdóttir, sem meiddust báðar á síðustu leiktíð, skrifuðu undir nýja samninga og Dagbjört Samúelsdóttir framlengdi sínum samningi
Hjá karlaliðinu framlengdu þeir Haukur Óskarsson, Davíð Páll Hermannsson, Sigurður Þór Einarsson og Þorsteinn Finnbogason sínum samningum ásamt þeim Alex Óla Ívarssyni og Jóhannesi Magnússyni. Þá eru leikmenn á borð við Emil Barja og Helga Björn Einarsson með áframhaldandi samning.
Á fundinum var einnig tilkynnt að Ívar Ásgrímsson yrði áfram þjálfari liðsins en liðið tapaði ekki leik í 1. deildinni efitr að hann tók við. Einnig hafa Haukar gengið frá samningi við Terrence Watson um að spila áfam með Haukaliðinu á næstu leiktíð.