Minnibolti 11 ára stelpur spiluðu sitt annað fjölliðamót laugardaginn 27. nóv. á Sauðárkróki.
Lagt var af stað á föstudeginum og síðan voru 3 leikir spilaðir á laugardeginum og þá keyrt heim. Það voru 11 stelpur sem fóru í þessa ferð og voru 9 stelpur á yngra ári og 2 á eldra ári þannig að framtíðin er björt.
Árangurinn var ágætur og unnu stelpurnar sinn fyrsta leik á Íslandsmóti. Það eru mikil viðbrigði að spila á Íslandsmóti frá því að hafa verið á minniboltamótum félaganna en stelpurnar eru allar að koma til. Þetta er frábær hópur sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Hægt er að lesa nánar um mótið á http://haukar-mb8-9kvk.blogcentral.is/.