Sex Haukstelpur valdar í úrtakshópa HSÍ

HaukarÍ gær voru þrír úrtakshópar HSÍ valdir, allt kvennalið. Haukar eiga leikmenn í tveimur þeirra en um er að ræða U-17 ára og U-19 ára landsliðsúrtak. En Haukar eiga engan leikmann í U-15 ára liðinu.

Í U-17 eru fjórar Haukastelpur í hópnum, þær Karen Helga Sigurjónsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir, Guðrún Ósk Guðjónsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir. Guðríður Guðjónsdóttir og Ómar Örn Jónsson sjá um U-17 ára liðið.

Í U-19 eru tvær Haukstelpur í hópnum, þær Erla Eiríksdóttir og Heiða Ingólfsdóttir sem hefur einnig verið að æfa með A-landsliðinu. Stefán Arnarson er þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna.

Við óskum þessum stelpum til hamingju með valið.