Eftir tvo flotta sigra í síðustu viku er strax komið að næsta verkefni hjá strákunum í handboltanum í kvöld. Þá fara Haukamenn í styðsta ferðalag sitt í útlileik er þeir mæta FH í Kaplakrika.
Liðin mættust einnig í síðustu viku í Schenkerhöllinni en þann leik unnu Haukamenn 32 – 25 og svo léku bæði lið aftur síðastliðinn fimmtudag, FH lék gegn Val og tapaði 32 – 25 á meðan Haukar léku gegn Aftureldingu en þann leik unnu Haukar 26 – 19.
Aðeins um leikinn á fimmtudaginn en eftir jafna byrjun þá gáfu Haukar í undir lok fyrri hálfleiks og voru yfir í hálfleik 14 – 11. Þeirri forusstu héldu þeir svo í seinni hálfleik og gott betur en eins og fyrr segir þá unnu Haukar að lokum 26 – 19. Markahæstir Haukamanna í leiknum voru Adam Haukur og Janus Daði með 6 mörk hvor en á eftir þeim komu Tjörvi og Einar Pétur með 4 mörk en í markinu var Giedrius flottur sem fyrr og varði vel.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:30 í Kaplakrika og er þetta síðasti deildarleikur Haukamanna fyrir jól og janúarpásunua og er því um að gera fyrir Haukafólk að mæta og fjölmenn enda ekki langt að fara í þennan útileik. Það hefur marg oft sýnt sig að stuðningur áhorfenda skipir oft höfuð máli og sér í lagi í stórleik eins og Hafnarfjarðarslagurinn er. Áfram Haukar!