Sunnudaginn 19. mars mun hið unga og efnilega lið Hauka spila sinn síðasta leik í Dominos deildinni í vetur er nágrannar okkar úr Stjörnunni mæta í heimsókn.
Haukaliðinu var spáð falli fyrir tímabilið en hafa sýnt stöðugar framfarir í vetur og hafa ungir leikmenn náð að blómstra í vetur og hafa unnið 7 leiki er tveir leikir eru eftir af tímabilinu. Haukaliðið náði að tryggja sig í deildinni með glæsilegum sigri á móti Skallagrím á útivelli þar sem Dýrfinna náði að skora 3ja stiga körfu á síðustu sek. leiksins.
Ljóst er að Haukaliðið mun styrkjast gríðarlega á næsta ári er Helena mætir aftur á parketið og þá hafa ungir leikmenn fengið góða reynslu í vetur og má því búast við liðinu gríðarlega sterku á næsta tímabili.
Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina í kvöld og hvetja stelpurnar til sigurs í síðasta heimaleiknum á tímabilinu.