Sigur á ÍR

HaukarHaukastrákar eru ekki nema 5 stigum frá Víkingi Ólafsvík í baráttu liðanna um sæti í efstu deild karla í knattspyrnu. Haukar unnu ÍR 2-0 í gær í Breiðholtinu og enn eru Þrjár umferðir eftir í deildinni 9 stig í pottinum. Það getur því svo sannarlega allt gerst. Við fáum hér að láni umfjöllun fótbolta.net um leiki gærdagsins gegn ÍR. Það er Elvar Geir Magnússon sem hefur orðið.

Haukar sóttu þrjú stig á Hertz-völlinn í kvöld með 2-0 útisigri í rislitlum fótboltaleik. Hafnarfjarðarliðið á enn von um að komast upp í Pepsi-deildina en þarf að treysta á að liðin fyrir ofan muni misstíga sig.


Staða ÍR-inga er mjög svört, þeir sitja á botni deildarinnar með 14 stig þegar þeir eiga þrjá leiki eftir. Fjögur stig eru núna upp úr fallsæti en liðin fyrir ofan eiga leiki á morgun. Fall blasir við liðinu en vonin er enn til staðar.

Haukar voru mun öflugri í fyrri hálfleiknum og tóku verðskuldað forystuna þegar Brynjar Bjarnason skoraði eftir tæplega stundarfjórðung. Glæsilegt mark hjá Brynjari sem lék með ÍR-ingum í fyrra.

ÍR-ingar ógnuðu marki Hauka lítið sem ekkert í fyrri hálfleik og staðan 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum náðu heimamenn að halda boltanum betur innan liðsins en bitið var ekki til staðar. Daði Lárusson, markvörður Hauka, átti auðvelt með að hirða fyrirgjafir og nánast ekkert um almennileg færi báðum megin.

Á 86. mínútu gerðu Haukamenn út um leikinn. Skot Brynjars Benediktssonar var varið en Aron Jóhannsson náði frákastinu og skoraði með skalla.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=530#ixzz25F6Nl5If 

Sigur á ÍR

Haukar

Nú eru haukastúlkur komnar í jólafrí eftir að hafa leikið 8 umferðir. Þær sitja nú í 6. sæti af 10 með 6 stig. 

Fyrir viku síðan fóru þær í heimsókn til Stjörnunnar í Mýrinni. Fyrri hálfleikurinn einkenntist af mistökum af beggja hálfu en voru stjörnustelpur ákveðnari og staðan í hálfleik var 20-9 þeim í vil. 

Haukastelpurnar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik með það í huga að missa þær ekki lengra framúr.  Stjörnustelpur skoruðu 17 mörk í síðari hálfleik en okkar stelpur 15. Lokatölur 37-24. 

Bryndís varði 9 skot. Markaskorarar voru eftirfarandi:  Þórunn Friðriksdóttir 7, Hekla Hannesdóttir 4, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Erla Eiríksdóttir 3, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 3, Katerina Baumruk 1, Karen Helga Sigurjónsdóttir 1 og Gunnhildur Pétursdóttir 1.

Haukastelpurnar okkar ungu og efnilegu sýndu ekki sína bestu hlið og við vitum öll að þær eiga mikið meira inni.

Síðastliðinn laugardag var ferðinni heitið í Austurberg þar sem þær léku gegn ÍR en ÍR situr í neðsta sæti deildarinnar stigalausar.  Þar byrjuðu stelpurnar okkar með krafti og höfðu greinilega yfirburði allan leikinn. Bryndís varði vel í markinu ásamt því að vörnin stóð þétt. Tölur í hálfleik 13-5 okkur í vil. Eftir hálfleik héldu okkar stúlkur áfram að auka muninn og dreifðu leikmennirnir mörkunum á milli sín. Leiknum lauk svo með glæsilegu marki frá Sjöfn Ragnarsdóttur beint í vinkilinn. Lokatölur 30-15. 

Bryndís varði heil 23 skot og Björk 1.

Karen, Þórunn, Erla og Þórdís voru markahæstar með 5 mörk hver, næst kom Gunnhildur með 3, Sandra og Viktoría með 2 og Sjöfn, Hekla og Ragnheiður Sveins með 1 hver.  

Nú tekur EM kvenna við en þetta verður í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið okkar tekur þátt í stórmóti og verður gaman að fylgjast með þeim.  

Næsti leikur er svo 7. janúar á Ásvöllum en þá fáum við Hafnarfjarðarslag. 

Við viljum hvetja fólk til þess að mæta vel á leiki stelpnanna í vetur. Áfram Haukar. 

 

 

Sigur á ÍR

HaukarNú eru haukastúlkur komnar í jólafrí eftir að hafa leikið 8 umferðir. Þær sitja nú í 6. sæti af 10 með 6 stig. 

Fyrir viku síðan fóru þær í heimsókn til Stjörnunnar í Mýrinni. Fyrri hálfleikurinn einkenntist af mistökum af beggja hálfu en voru stjörnustelpur ákveðnari og staðan í hálfleik var 20-9 þeim í vil. 

Haukastelpurnar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik með það í huga að missa þær ekki lengra framúr.  Stjörnustelpur skoruðu 17 mörk í síðari hálfleik en okkar stelpur 15. Lokatölur 37-24. 

 

 

Síðastliðinn laugardag var ferðinni heitið í Austurberg þar sem þær léku gegn ÍR en ÍR situr í neðsta sæti deildarinnar stigalausar.  Þar byrjuðu stelpurnar okkar með krafti og höfðu greinilega yfirburði allan leikinn. Bryndís varði vel í markinu ásamt því að vörnin stóð þétt. Tölur í hálfleik 13-5 okkur í vil. Eftir hálfleik héldu okkar stúlkur áfram að auka muninn og dreifðu leikmennirnir mörkunum á milli sín. Leiknum lauk svo með glæsilegu marki frá Sjöfn Ragnarsdóttur beint í vinkilinn. Lokatölur 30-15. 

Bryndís varði heil 23 skot og Björk 1.

Karen, Þórunn, Erla og Þórdís voru markahæstar með 5 mörk hver, næst kom Gunnhildur með 3, Sandra og Viktoría með 2 og Sjöfn, Hekla og Ragnheiður Sveins með 1 hver.  

Nú tekur EM kvenna við en þetta verður í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið okkar tekur þátt í stórmóti og verður gaman að fylgjast með þeim.  

Næsti leikur er svo 7. janúar á Ásvöllum en þá fáum við Hafnarfjarðarslag. 

Við viljum hvetja fólk til þess að mæta vel á leiki stelpnanna í vetur. Áfram Haukar.