Sigur á úrvalsdeildarliði Selfoss

HaukarHaukar unnu 0-1 sigur á Selfossi í Lengjubikar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Kórnum á laugardaginn.

Hilmar Trausti Arnarsson skoraði markið á áttundu mínútu eftir stungusendingu sem kom inn fyrir vörn Selfoss og af endalínu barst boltinn út í teig þar sem Hilmar Trausti kom og skoraði með góðu skoti í teignum.

Þetta var fyrsti sigur Hauka af fjórum í Lengjubikarnum en Selfoss spilar í Pepsi-deildinni í sumar.  Nú er bara að fylgja eftir þessum góða sigri þegar við mætum KR á fimmtudaginn en sá leikur fer fram á KR vellinum.

Haukar hafa nú leiki fjóra leiki í Lengjubikarnum og var þetta fyrstu sigurleikurinn en leikirnir þrí sem á undan fóru töpuðust allir. Liðið situr í 7. sæti og á ekki möguleika á að komast áfram en það sem mestu skiptir er að stígandi hefur verið í leik liðsins í síðustu leikjum og því ástæða til bjartsýni fyrir sumarið.