Haukar lyftu sér upp í þriðja sæti 1. deildar karla með sigri á Reyni Sandgerði í kvöld í Schenker-höllinni. Leikurinn verður seint sagt mikið augna yndi en flottur leikur Hauka síðustu fjórar mínútur leiksins skilaði þeim 18 stiga sigri 77-59 eftir að hafa leitt með einungis fimm stigum.
Haukar voru í bílstjórasætinu frá upphafi leiks til enda hans en Reynismenn voru aldrei langt frá. Haukar leiddu með 10 stigum í hálfleik og fljótlega í upphafi þess fyrsta voru Reynismenn búnir að minnka muninn niður í eitt stig. Haukar náðu fínum spretti fyrir lok þriðja og keyrðu muninn aftur upp í 10 stig áður en leikhlutanum lauk.
Í fjórða og síðasta hlutanum minnkuðu Reynismenn muninn niður í fimm stig og þá loksins vöknuðu Haukastrákar, keyrðu muninn upp í 18 stig og kláruðu leikinn þannig.
Haukur Óskarsson var sjóðandi í sóknarleik Hauka, þá sér í lagi í seinni hálfleik, og skorði 28 stig. Aaryon Williams gerði 10 stig og 10 fráköst en senunni stal Emil Barja sem var með þrennu, 10 stig, 16 fráköst, 12 stoðsendingar, og bætti svo við 5 stolnum boltum.
Sjá frétt um leikinn á karfan.is