Í dag lék meistaraflokkur karla til úrslita í Ragnarsmótinu á Selfossi en leikið var gegn ÍBV. Það var mikið jafnræði með liðinum fyrstu mínúturnar en eftir 10 mínútur var staðan jöfn 4-4. Þá tóku Haukastrákar völdin á vellinum og þegar að 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum voru Haukar komnir yfir 10 – 7 og í hálfleik voru Haukar yfir 17 – 8. Haukastákar héldu þessu forskoti í þeim síðari og unnu að lokum flottan sigur 29 – 21. Það var fyrst og fremst góð vörn og markvarsla sem skóp þennan sigur sem boðar gott fyrir framhaldið á tímabilinu. Eftir mótið var Ásgeir Örn síðan valinn besti leikmaður mótsins ásamt þess að fá verðlaun sem markahæsti maður mótsins. Næsta verkefni liðsins í undirbúningnum er Hafnarfjarðarmótið sem hefst 21. ágúst en nánar um það síðar.