Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik þegar lið hennar TCU vann Maryland í fyrsta leik liðana á þessu tímabili. Það sem gerir sigur TCU á Maryland merkilegan er að Maryland er í þriðja sæti yfir bestu skólana í Bandaríkjunum og er þetta aðeins í annað skipti sem að TCU sigrar lið sem er í 3. sæti eða hærra á styrkleikalistanum.
Helena skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar áður en hún fékk sína fimmtu villu og þurfti að yfirgefa leikvöllinn. Helena var í byrjunarliði TCU og spilaði í 32 mínútur.
TCU spilar næst gegn Texas-San Antonio skólanum og er ljóst að það verður hörku rimma. San Antonio fór alla leið í NCAA úrslit líkt og Maryland skólinn.
Leikurinn er í dag kl. 17:00 að staðartíma og hægt er að fylgjast með leiknum í gegnum heimasíðu TCU. Eða með því að smella hér.
Mynd: killerfrogs.com