Sigur í fyrsta leik eftir hlé – Bikarslagur á sunnudaginn

Tjörvi skorar eitt marka sinna. Mynd: Eva Björk

Tjörvi skorar eitt marka sinna. Mynd: Eva Björk

Meistaraflokkur karla í handbolta lék sinn fyrsta leik eftir landsliðshléið í gær, fimmtudag, þegar að liðið mætti Aftureldingu í 19. umferð Olís-deildar karla.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og fyldust liðin að mestan hluta hálfleiksins sem endaði á því að Haukar höfðu 1 marks forusstu í hálfleik 13 – 12. Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik þó voru Haukamenn alltaf skrefinu á undan og um miðbik seinni hálfleiksins náðu Haukar 4 marka forusstu þeir héldu út leikinn og lönduðu sanngjörnum sigri 26 – 22.

Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir fegurð en liðin virstust smá riðguð langt hlé en það sér í lagi sóknarlega eftir en það var að lokum góð vörn og markvarsla sem skilaði Haukum sigrinum eins og svo oft áður.

Maður leiksins hjá Haukum var Giedrius í markinu en hann var með 45% markvörslu og varði þar á meðal 3 vítaköst. Markahæstur Haukamanna var Adam Haukur með 9 mörk og á eftir honum var Elíast Már með 6 mörk.

Bæði lið fá ekki langan tíma til þess að jafna sig eftir leikinn því þau leiða saman hesta sína á ný á sunnudaginn og þá í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Leikurinn fer einnig fram í Schenkerhöllinni og er hann kl. 16:00 á sunnudaginn og um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna og hjálpa Haukastrákunum að komast í höllina. Áfram Haukar!