Það var spenna í loftinu síðastliðið þriðjudagskvöld í Schenkerhöllinni þegar Hafnarfjarðarslagur var á boðstólunum. Jafnræði var með liðinum í byrjun leiks en í stöðunni 5 – 5 eftir um 15 mínútur þá gáfu Haukamenn í og voru þeir yfir í hálfleik 16 – 10. Í seinni hálfleik þá héldu Haukamenn sínu striki og unnu að lokum öruggan sigur 32 – 25 án þess þó að sýna sparihliðarnar en Haukamenn gerðu nóg og vildu greinilega ekki eyða of miklum kröftum enda stutt í næsta leik.
Það var mikill liðsbragur á sigri Hauka en 9 leikmenn liðsins skoruðu í leiknum en markahæstur þeirra var Janus Daði með 7 mörk en á eftir honum komu Adam Haukur og Einar Pétur með 6 mörk og sem fyrr var Giedrius flottur í markinu og var með 48% markvörslu og svo stóð Grétar fyrri sínu þegar hann kom inná í seinni hálfleik.
Eins og fyrr segir þá er stutt í næsta leik því strax í kvöld, fimmtudagskvöld, mætir Afturelding í Schenkerhöllina en þetta eru þau tvö lið sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið haust. Afturelding hefur verið upp og ofan í vetur enda liðið lent í miklum meiðslum en liðið er þó að nálgast sitt sterkasta lið. Fyrir leikinn situr Afturelding í 5. sæti með 15 stig eftir 15 leiki á meðan Haukamenn sitja á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 16 leiki. Afturelding er eitt af þeim tveimur liðum sem unnið hafa Haukamenn í vetur en í fyrri leik liðanna þá vann Afturelding sigur í spennu leik 24 – 23 en síðan þá hafa Haukamenn unnuð alla leiki sína í deildinni og eru þeir þá búnir að vinna 8 leiki í röð.
Það má því búast við flottum handboltaleik þegar liðin mætast í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:30 og um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna og styðja strákanna til sigurs í sínum síðasta heimaleik í deildinni fyrir jól og janúarpásuna. Áfram Haukar!