Sigurgangan heldur áfram

Sigurganga Hauka heldur áfram er Haukar unnu Snæfell í kvöld á Ásvöllum 71-52. Henning gat leyft sér að spila á öllu liðinu en allir leikmenn liðsins komu inná.

Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 39 stig en næst henni var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 13 stig.

Næsti leikur stelpnanna er næsta þriðjudag gegn Njarðvík.

tölfræði leiksins

Sigurgangan heldur áfram

Sigurganga Hauka í Iceland Express-deild kvenna heldur áfram en í gærkvöldi lögðu deildarmeistarar Hauka nýkrýnda Subwaybikarmeistara KR að velli 72-83.

Sigur Hauka var öruggur og sigur Hauka sanngjarn.

Eftir sigurinn eru Haukar með 34 stig á toppnum og eiga eftir tvo leiki gegn Hamri næstkomandi sunnudag kl. 19:15. Lokaleikur tímabilsins er gegn Keflavík miðvikudaginn 25. febrúar.

Stigahæst hjá Haukum í gær var Kristrún Sigurjónsdóttir með 31 stig og 13 fráköst. Næst henni kom Slavica Dimovska með 21 stig.

Umfjöllun og myndir úr leiknum á karfan.is

Umfjöllun og myndir úr leiknum á kr.is

Mynd: María Lind að skjóta yfir hálft KR-liðiðnonni@karfan.is

Sigurgangan heldur áfram

Sigurganga meistaraflokks kvenna heldur áfram. Í kvöld unnu þær stórsigur á liði Fjölnis 33-81 í Iceland Express-deild kvenna en þetta var 11. sigurleikur liðsins í röð í deild og bikar.

Ekki hafa fengist upplýsingar um stigaskor leikmanna en eftir sigurinn er liðið áfram í efsta sæti deildarinnar með 22 stig og næst á eftir koma Keflavík og Hamar með 18 stig.

Mynd: Stelpurnar unnu sinn 11. leik í röð í kvöld – stefan@haukar.is

Sigurgangan heldur áfram.

Við Haukamenn lönduðum tveimur deildarmeistaratitlum á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk nú um helgina.

A-liðið vann yfirburðasigur í 2.deild, en úr skákunum 42 hlaut liðið 33 vinninga!

Lokastaðan í 2.deild:

1. Haukar-a 33 v.
2. Selfoss 23 v.
3. Bolungarvík 21 v.
4. TK 20,5 v. (8 stig)
5. KR-a 20,5 v. (6 stig)
6. Akranes 18 v.
7. TR-c 17 v.
8. Reykjanesbær 15 v

Ekki veit ég hvort þetta sé einsdæmi, en eins og glöggt má sjá, munar fleiri vinningum á fyrsta og öðru sæti, og á því öðru og neðsta!

Selfyssingar náðu að halda hinu mikilvæga 2.sæti og fylgja okkur því upp í 1.deild. Fyrir hönd Haukamanna vil ég óska þeim til hamingju með þennan frábæra árangur!

Ef A-liðið okkar var að standa sig vel, þá veit ég ekki alveg hvernig ég á að lýsa árangri B-liðsins, sem tefldi í 4.deild .Við vorum reyndar í góðum málum eftir fyrri hlutann og áttum, ásamt Fjölni, mestu möguleikana á því að komast upp. Að sjálfsögðu höfðu menn þó metnað í að vinna deildina og gerðu það með stæl þrátt fyrir að vera 1 vinningi fyrir neðan Fjölni þegar seinni hlutinn hófst. Það er skemmst frá því að segja, að úr skákunum 18 sem liðið tefldi um helgina, tapaðist einungis 1,5 vinningur! Við erum að tala um 16,5 vinning af 18 mögulegum gegn liðum í toppbaráttunni!!!

Þá stóð C-liðið sig mjög vel og var einungis 1 vinningi frá því að vinna bronsið! D-liðið á einnig hrós skilið fyrir sína framgöngu, og þá sérstaklega Rúnar Jónsson sem vann allar þær þrjár skákir sem hann tefldi. Alveg ljóst að skákir með lengri umhugsunartíma henta honum miklu betur!

Lokastaða efstu liða í 4.deild:

1. Haukar-b 35 v.
2. Fjölnir-a 33 v.
3. KR-b 25 v.
4. Haukar-c 24 v.
5. TV-b 23,5 (10 stig)
6. Skákfélag Sauðárkróks 23,5 v. (8 stig)
7. Reykjanesbær-b 23 v.
8. SA-d 22,5 v. (9 stig)
9. SA-e 22,5 v (8 stig)
10. Krókurinn 22 v.

16. Haukar-d 20 v.

Uppskeran, 4 deildarmeistaratitlar á 3 árum, verður að teljast frábær og í fullu samræmi við áhugann og uppganginn í félaginu. Ég vil nota tækifærið og gefa Heimi Ásgeirssyni mitt atkvæði, sem Haukamaður Íslandsmótsins. Heimir hefur verið hreint stórkostlegur, en hann hefur ekki enn tapað skák fyrir Hauka í deildakeppninni. Árangur hans á þessu tímabili var óaðfinnanlegur (sjö vinningar úr sjö skákum!). Annars eiga allir liðsmenn okkar Hauka heiðurinn af þessum árangri!

Svo stefnum við bara að því að vinna 3 deildir að ári !

Sigurgangan heldur áfram

Í þetta sinn var það Afturelding sem varð fyrir barðinu á okkur strákunum í 2. flokk. Við mættum nokkuð hressir til leiks eftir erfiða æfingarviku með Paul Mortimer frá Englandi. Leikurinn byrjaði þó nokkuð dauflega og ekkert gerðist fyrr en við fórum í gang eftir 20 mínútur. Um miðjan hálfleik fengum við hornspyrnu frá Hilmari Trausta tók. Boltinn endaði hjá nærstöng þar sem Pétur var vel staðsettur og skallaði boltann, en markmaðurinn varði vel. Pétur var þó vel á verði því hann tók frákastið og skoraði, kom okkur þar með í 0-1. Stuttu síðar fengu heimamenn, að mati fréttaritara, óréttlætanlega vítaspyrnu. Þeir skoruðu úr henni og jöfnuðu metin. Við þetta vöknuðum við þó meira og fáeinum mínútum síðar Kom Jónas okkur í 1-2 eftir sendingu frá Andra. Við vorum ekki hættir því aðeins seinna tók Hilmar E gott hlaup og vinstri kantinn og hljóp af sér mann og annan, sendi boltann fyrir, framhjá markmanninum svo ekki var annað fyrir Andra en að pota honum í autt markið. Staðan orðin 3-1 og stutt eftir af hálfleiknum. Aftur gerðum við gott úr hornspyrnu því Hilmar Geir lenti í klafsi við markmann heimamanna en einhvernveginn fór hann af Hilmari og endaði í markinu. Við fórum þar með í hálfleik með markatöluna 1-4. Seinni hálfleikur var heldur daufari, í sambandi við mörkin. Dómarinn missti leikinn alveg út úr greipum sér og gaf okkur gult spjald hvað eftir annað. Undirritaður taldi 7 spjöld, þar af Hilmar Trausti 2 og s.s. rautt spjald. Hann verður þar með í banni í næsta leik okkur, bikarleikur gegn Fylki næstkomandi miðvikudag. Heimamenn skoruðu þó eitt mark eftir klaufaleg mistök hjá Begga í markinu. Þegar um 20 mínutur voru eftir byrjuðu skiptngar hjá okkur. Fyrst fóru Hilmar Geir og Luke (hvíldir vegna leiks með meistaraflokki á morgun) fyrir Guðbjörn og Guðjón. Stuttu síðar fór Hilmar E út af fyrir Bjössa. Ekkert markvert gerðist sem eftir var af leiknum nema einhver gul spjöld.

Byrjunarlið:
Mark: Beggi
Vörn: Dagur, Pétur, Bjarki og Davíð
Miðja: Jonni, Hilli T, Luke og Hilli E
Sókn: Hilli G og Andri.

Mörk: Pétur, Jonni, Andri og Hilli Geir.

Inná komu:
Guðbjörn (Hilli G), Guðjón (Jonni), Bjössi (Hilli E)