Stelpurnar okkar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld, í Dominos deildinni, er þær spiluðu á móti sterku lið Snæfells á heimavelli, en leiknum lauk með sanngjörnum sigri Snæfells 59-67.
Við óskum Snæfelli til hamingju með titilinn og þær unnu báða stóru titlana í vetur og hafa sýnt það að þær eru með besta liðið.
Nú þarf að læra af vetrinum, spýta í lófana og gera enn betur á næsta tímabili. Árangurinn í vetur er góður, liðið varð deildarmeistari og Lengjubikarmeistari og sýndu oft glæsileg tilþrif. Stelpurnar geta borið höfuðið hátt eftir þetta tímabil. Nú er bara að byrja að hugsa um næsta tímabil þar sem Haukar ætla sér enn stærri hluti. Stuðningsfólk Hauka hefur verið stórkostlegt i vetur og stutt liðið í blíðu og stríðu. Í gær voru um 1.300 manns í húsinu þar sem Hólmarar fjölmenntu til að styðja sitt lið sem og Hauka stuðningsfólk. Glæsileg umgjörð og frábær stuðningur hjá báðum aðilum.
Áfram Haukar.