Skák fyrir byrjendur

Skákdeild Hauka hefur aftur barnastarf fyrir byrjendur á grunnskólaaldri, þriðjudaginn 4. apríl nk. Kennslan fer fram í apríl og maí og hefst svo aftur í haust. Miðað er við að nemendur kunni mannganginn. Kenndar verða byrjanir, endatöfl og taktík fyrir byrjendur. Kennt verður í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum á þriðjudögum á milli kl. 17:00 og 18:30. Kennari er Jóhann Arnar Finnsson. Skráning og fyrirspurnir fara fram á netfanginu haukarskak@simnet.is (Hægt er að koma með fyrirspurnir, en ekki skráningu í síma 821-1963, Auðbergur)
Stúlkur eru sérstaklega hvattar til að mæta.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Skákdeild Hauka.

Stuðningur við starf Skákdeildar Hauka:

“Skákdeild Hauka óskar eftir fólki til að taka þátt í stjórnarstörfum fyrir deildina. Upplýsingar veitir formaður deildarinnar, Auðbergur Magnússon, í síma 821-1963 eða haukarskak@simnet.is”