Skemmtikvöld

HaukarMeistaraflokkur karla í knattspyrnu býður öllum Haukafélögum nær og fjær að taka smá upplyftingu frá skammdeginu á skemmtikvöldi sem verður föstudaginn 14. nóvember n.k. og hefst kl. 20:00.  

Þetta er tilvalið tækifæri til að mæta á hverfispöbbinn og hitta félagana.  Hér er að sjálfsögðu átt við félagsheimili Hauka á Ásvöllum, nánar tiltekið veislusalur.    

Á dagskrá verður eftirfarandi:

Dregið verður í töfluröð fyrir árgangamótið og litir valdir. 

Þjálfarar knattspyrnudeildar munu fara yfir stöðu mála og svara spurningum.

Getraunastarf Hauka verður kynnt.

Þá munu leikmenn meistaraflokks karla sjá um léttan spurningaleik.

Síðan munu menn að skemmta sér sjálfir.   Ekki verður innheimtur aðgangeyrir en gert er ráð fyrir að menn kaupi sér söngkort við innganginn.  Boðið verður upp á léttar veitingar auk þess sem boðið er upp á snakk í boði Stjörnusnakks og léttar veitingar m.a. í boði Vífilfell.

Við hvetjum alla til að mæta.   

Skemmtikvöld.

Þá er komið að skemmtikvöldi Skákdeildar Hauka.
Skemmtunin verður á laugardagskvöldið kl. 20.
Þetta verður hefðbundin skemmtun og er verði stillt í hóf eða 2.000 krónur.
Innifalið er pizza og hefðbundnar veigar á meðan birgðir endast.
Skemmtunin verður á Ásvöllum.
Allir velunnarar Hauka 20 ára og eldri velkomnir.
Vinsamlegast látið vita í síma 821-1963 eða aui@simnet.is

Skemmtikvöld

Leikmenn mfl., stjórnarmenn, Haukar í Horni og aðrir góðir félagsmenn hyggjast hittast og skemmta sér að hætti Hauka á laugardagskvöldið að Evrópuleik loknum. Gleðin hefst þegar fólk er búið að koma börnunum fyrir og þvo af sér mesta svitan eftir átök dagsins og bæta upp vökvatapið. Aðgangur ókeypis.
Skemmtinefndin.
Já en … hvar ætlum við að hittast. Að sjálfsögðu í veislusal handknattleiksdeildar Hauka að Ásvöllum.