Skokkhópur Hauka – allir velkomnir

HaukarFjölmennur hópur á vegum Almenningsíþróttadeildar Hauka tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram 22. ágúst síðastliðinn. 44 skokkfélagar tóku þar þátt, þar af 24 félagar sem hlupu 10 km og 20 sem fóru hálft maraþon eða 21,1km.

Félagar úr skokkhópnum ætla að taka þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi sem fer fram laugardaginn 5. september n.k.

Skokkhópur Hauka hefur haldið úti skokkæfingum síðast liðin tvö ár við góðan orðstír og bætast stöðugt fleiri í hópinn bæði óreyndir sem reyndir skokkarar. Fyrirliði hópsins er Sigríður Kristjánsdóttir – sigridur.kristjansdottir@gmail.com.

Æfingar eru þrisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum kl.17:30 og á laugardögum kl. 10:00. Mæting er við Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.haukar.is