Strákarnir okkar geta laglega nagað sig í handbökin eftir slæmt tap gegn Gróttu í N1-deild karla í handbolta í gærkvöld gegn botnliði Gróttu. Fyrirfram hefði mátt búast við auðveldum sigri okkar manna þar sem Haukar voru efstir í deildinni en drengirnir af Seltjarnesi voru neðstir og einungis búnir að ná sér í eitt stig sem kom í fyrstu umferð deildarinnar.
Leikurinn var jafn framan af og fram að hálfleik þegar staðan var 13-12 heimamönnum í Gróttu í vil. Það var hins vegar fyrri hluti seinni hálfleiks sem algjörlega fór með leikinn og þrátt fyrir ágætis endasprett hjá strákunum var bilið einfaldlega orðið of mikið og svo fór að Grótta fór með 23-20 sigur af hólmi.
Örlítið huggun harmi gegn er þó að FH beið einnig lægri hlut í leik sínum í gærkvöld og eru strákarnir því áfram jafnir FH á stigum á toppi N1 deildarinnar en Akureyringar anda ofan í hálsmál okkar Hafnfirðinga og eru einungis einu stigi á eftir FH og Haukum.
Markahæstir í liði Hauka: Stefán Rafn Sigurmansson 9 mörk og Freyr Brynjarsson 4. Birkir Ívar Guðmundsson varði 6 skot og Aron Rafn Eðvarðsson 8.