Í kvöld, miðvikudagskvöld, verður fyrsti Hafnarfjarðarslagur tímabilsins hjá meistaraflokki karla í handbolta er FH kemur í heimskókn á Ásvelli. Leikurinn hefst kl. 20:00 og má búast við hörkuleika eins og venjulega en Haukarnir eru taplausir á tímabilinu með 4 sigra úr fyrstu 4 leikjum tímabilsins en FH er með 4 stig úr fyrstu 4 leikjunum. Leikurinn færðist aðeins til vegna Evrópuleiks hjá FH um síðustu helgi þar sem að þeir töpuðu fyrir norska liðinu Arendal og mæta því dýrvitlausir til leiks. Haukastrakar hafa hinsvegar verið í smá pásu frá síðast leik við Fram en hafa æft vel í millitíðinni og mæta klárir til leiks. Þetta er leikur sem enginn vill missa af og því eru allir Hafnfirðingar hvattir til að fjölmenna til að styðja strákana. Hamborgaratilboðin verða á sínum stað í sjoppunni þannig að fólk er hvatt til að mæta tímanlega og taka kvöldmatinn á Ásvöllum. Áfram Haukar!