Slavica skaut Haukum í toppsætið

Haukar komust í kvöld í toppsætið í Iceland Express-deild kvenna með ævintýralegum sigri á Hamri 76-73. Slavica Dimovska var hetja Hauka en hún skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall og tryggði Haukum sigurinn sem og efsta sætið.

Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í efsta sæti með 10 stig en eftir sigurinn í kvöld eru Haukastelpur einar í efsta sætinu.

Slavica var frábær í liði Hauka og skoraði 38 stig og tók 7 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var næst stigahæst með 10 stig og 13 fráköst.

Eftir sigurinn eru Haukar í efsta sæti deildarinnar með 12 stig. Keflavík og Hamar eru með 10 stig í 2. og 3. sæti.

Leikurinn í kvöld var stórskemmtilegur og voru Haukar sterkari til að byrja með. Þeir leiddu til að byrja með en Hamar náði að minnka muninn og í hálfleik munaði 4 stigum 44-40.

Seinni hálfleikur var gífurlega spennandi og komust Hamarsstúlkur yfir um miðjan 3. leikhluta og voru yfir langt fram í 4. leikhluta. Hamar leiddi með þremur stigum þegar 23 sekúndur voru eftir og Haukar með boltann.

Haukastelpur fara í sókn og skorar Kristrún Sigurjónsdóttir þriggja-stiga körfu úr horninu og jafnar leikinn. Hamar fer í sókn og Slavica stelur boltanum og keyrir að körfu Hamars. Tekur hún þriggja-stiga skot um leið og flautan gellur og setur boltann og Haukar vinna.

Sannarlega ævintýralegur sigur en Haukastelpur eru efstar í deildinni eftir kvöldið.

Tölfræði leiksins

Mynd: María Lind Sigurðardóttir faðmar hetju kvöldsins Slavicu Dimovsku í leikslok – stefan@haukar.is