Næstu helgi spilar Meistaraflokkur kvenna tvo spennandi leiki í EHF Bikarnum á móti úkraínska félaginu HC Galychanka Lviv í 16 liða úrslitum. Þetta verður þriðji mótherji stúlknanna í keppninni, en nú fáum við loksins að sjá þær spila á heimavelli hér á Íslandi. Fyrrileikurinn fer fram á laugardaginn 11. janúar klukkan 17:00 og seinni leikurinn á sunnudaginn 12. janúar á sama tíma. Báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum og við hvetjum alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs!