Á morgun mun meistaraflokkur karla mæta stórliðinu Flensburg í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:30 en þetta er jafnframt síðasti heimaleikur Hauka í riðlakeppninni.
Haukastrákarnir eiga svo sannarlega skilið að fólk fjölmenni á leikinn en þeir hafa staðið sig með miklum sóma í keppninni. Haukar eru ósigraðir á heimavelli eftir eins marks sigur á bæði Zaporyzhe og ungverska stórliðinu Vezprém, en sá sigur vakti mikla athygli í handboltaheiminum enda hefur lið Vezprém verið í hópi allra sterkustu liða í heiminum, undanfarin ár.
Morgunblaðið tók tal á Aroni Kristjánssoni og þar sagði hann til að mynda þetta, „Það bjóst enginn við þessum árangri okkar í keppninni og nú stólum við á fólk að mæta á síðasta heimaleikinn okkar. Við viljum skapa góða stemmingu í húsinu og það er bara frábær skemmtun á laugardagskvöldi að sjá okkur mæta þessu gríðarlega sterka liði,“ en það ætti flest allir handbolta áhugamenn að þekkja lið Flensburgar.
Hver stór stjarnan á fætur öðru er í liðinu en þeir leikmenn sem Íslendingar ættu að þekkja hvað best eru, vinstri hornamaðurinn Lars Christiansen, Michael Knudsen danski línumaðurinn, Ljubomir Vranjes sænski risinn sem er rétt tæplega 170 cm, Lasse Boesen danska stórskyttan sem hefur sett þau ófá mörkin gegn Íslenska landsliðinu, Thomas Mogensen enn einn Daninn í Flensburg og síðast ekki síst Sænski markvörðinn Dan Beutler. Svo má auðvitað ekki gleyma silfur drengnum Alexander Pettersons en því miður mun hann ekki koma til landsins vegna meiðsla.
Lið Flensburgar er nokkurskonar saman safn af leikmönnum af Norðurlöndunum en í liðinu eru sex Danir, þrír Svíar, einn Normaður og einn Íslendingur.
Það mætti teljast ótrúlegt ef Íslendingar hefðu ekki áhuga að mæta á Ásvelli og sjá þessar stjörnur leika gegn Íslandsmeisturnum og sjá hvar íslenskur handbolti stendur á meðal þeirra bestu.
Eins og fyrr segir hefst leikurinn klukkan 19:30. Miðaverð er 1000 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir yngri en 16 ára. Sama verð og er í N1-deildinni „Fyrst það mættu 2600 manns í Kaplakrika á leik okkar við FH þá vil ég sjá í það minnsta 2000 áhorfendur á leikinn við Flensburg. Þetta er ekki spurning um að vera Haukamaður heldur erum við fulltrúar Íslands og við eigum bara skilið eins og við höfum staðið okkur í keppninni að fólk fjölmenni,“ sagði Aron við Morgunblaðið og tökum við alfarið undir þessi orð hans.
Eftir leikinn verður síðan fjáröflun fyrir meistaraflokkinn eiga sér stað. En þá verður matarboð með leikmönnum beggja liða og býðst öllum sem vilja koma á þann viðburð. Miðinn í matinn kostar 4000 krónur og en verið er að safna fyrir þáttöku Hauka í Meistaradeildinni en eins og flestir vita hefur kostnaðurinn hækkað mikið síðasta mánuð vegna efnahagsástandsins.