Stórleikur í Coca Cola bikarnum í kvöld, Valur – Haukar í Vodafonehöllinni

Vonandi mun Jón Þorbjörn ná að beita sér af fullum krafti gegn Val í kvöld en hann hefur átt við meiðsli að stríðaEftir tvo góða sigra í Olísdeilidinni eftir áramót er komið að leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en það er útileikur gegn Val í Coca Cola bikarkeppninni sem leikinn verður í kvöld, í Vodafonehöllinni og hefst kl. 19:30. Um er að ræða 8 liða úrslit og það lið sem vinnur kemst s.s. í „final four“ í Höllinni en þangað hafa stelpurnar okkar einmitt tryggt sér farseðilinn.
Strákarnir mættu Val í Vodafonehöllinni í fyrsta leik tímabilsins og þá höfðu Valsstrákar betur 27 – 22 og í annarri umferð mættust liðin á Ásvöllum og þá fór jafntefli. Það er ljóst að okkur hefur gengið betur gegn flestum liðum í deildinni en Val og 3 af 5 töpuðum stigum í vetur hafa verið á móti þeim. Haukastrákar eru aftur á móti efstir í deildinni en Valur situr í 3ja sæti, 6 stigum á eftir.
Það er margsannað að í bikarkeppninni getur allt gerst og þrátt fyrir að við séum á pappírunum sigurstranglegra liðið þá eru Valsstrákar einnig sterkir og hafa verið á góðri siglingu undanfarið.
Nú fáum við góða mætingu í Vodafonehöllina á morgun og látum vel í okkur heyra.

Áfram Haukar!