Meistaraflokkur karla í handknattleik þarf að taka á honum stóra sínum þegar það fær til sín topplið Akureyrar í heimsókn á Ásvelli í kvöld kl. 18.30. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 12 stig en Akureyri er með 18 í því 1.
“Þetta er lykilleikur til að tryggja okkur í eitt af fjórum efstu sætunum og þar með þátttöku í deildarbikarnum sem leikinn er milli jóla og nýárs, eða 27. og 28. desember”, sagði Halldór Ingólfsson þjálfari Hauka.
Halldór bætti við að stemmningin á síðasta leik hafi verið sérstaklega góð og hann hvetur alla Haukamenn til að fjölmenna og skemmta sér á pöllunum. Hann mun mæta fyrir leik og ræða við Hauka í horni ásamt því sem Óskar Ármanns, aðstoðarþjálfari, mun ræða við Hauka í horni í hálfleik og eftir leik.
VIP aðstaðan opnar kl. 17.30 grillið verður í gangi en það mæltist vel fyrir á seinasta leik. Allir Haukar í horni að mæta og taka með sér 1-2 gesti, koma svo
N1 deild karla staðan 14. desember 2010. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Tekið af hsi.is