Stórleikur Hauka og FH annað kvöld

Baráttan um Fjörðinn!Haukapiltar máttu þola slæmt tap í síðustu umferð á móti norðanmönnum og eru staðráðnir að koma sér aftur á sigurbraut. Næsta verkefni er heimaleikur, stórleikur við nágranna okkar í FH og hefst hann kl. 20.00 annað kvöld, fimmtudag.
FH liðið er í 3. sæti með 15 stig, búnir að vinna 7 leiki, tapa 3 og gera 1 jafntefli. Okkar menn sitja í 6. sætinu með 11 stig eftir 4 sigurleiki og jafnmarga tapleiki og 3 jafntefli. Það er nauðsynlegt að fá sigur á morgun og því mjög mikilvægt að við fáum góða mætingu á pallana og að fólk láti vel í sér heyra. Mætum í rauðu.
Þeir sem eiga eftir að sækja Hauka í horni skírteinin sín geta haft samband við Ásdísi (innkaup@haukar.is). Fyrir þá sem búa erlendis þá geta þeir séð leikinn á Haukar TV, slóðin er: http://tv.haukar.is/ Það er víst ekki hægt að streyma leiknum á Hauka TV þar sem hann er sýndur beint á RÚV, við biðjumst afsökunar á því að hafa haldið að það væri í lagi.

Áfram Haukar!