Stelpurnar í úrvalsdeild

Meistaraflokkur kvenna sigraði í kvöld, Völsung 1-0, í síðari úrslitaleik liðanna, og samtals 5-1.  Með þessum sigri hafa stelpurnar tryggt sér sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili.  Við óskum stelpunum innilega til hamingju með glæilegan árangur í sumar.  Úrslitaleikurinn um sigur í deildinni verður næstkomandi sunnudag og við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna á þann leik og styðja við bakið á stelpunum okkar.