Eins og allir vita þá standa stelpurnar okkar í ströngu í N1 deildinni og Eimskipsbikarnum. En það þarf að gera ýmislegt annað til að allt gangi upp. Það kostar að sjálfsögðu sitt að halda úti liði í meistaraflokki og verða því meistaraflokksmenn, bæði karla og kvenna, að vinna fyrir sér í fjáröflun. Stelpurnar okkar voru í fjáröflun laugardaginn 3. nóvember en þá tóku þær að sér að vera barþjónar á Villibráðadegi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar sem fram fór á Ásvöllum. Stelpurnar hafa tekið þessa fjáröflun að sér árlega undanfarin ár. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum: