Stelpurnar í handboltanum hefja leik í 8 liða úrslitum í dag

Karen Helga

Karen Helga Díönudóttir er fyrirliði mfl. kvenna í handbolta.

Í dag, mánudag kl. 13:30, hefja Haukastelpur í handboltanum leik í 8 liða úrslitum gegn ÍBV í Eyjum. ÍBV hafnaði í 4. sæti en okkar stelpur í 5. og því á ÍBV heimaleikjaréttinn. Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni í vetur og unnust báðir leikirnir á útivelli. Í október áttust liðin við í Schenkerhöllinni og fór sá leikur 28-30 (15-16). Síðan unnu Haukastúlkur í Eyjum í febrúar 27-28 (14-13). Það er skarð fyrir skildi að Haukar munu leika án Mariju Gedroit en hún meiddist í síðasta leik mótsins og mun ekki leika handknattleik næstu mánuðina.

Leikur nr. 2 verður í Schenkerhöllinni á miðvikudaginn kemur kl. 19:30 og mikilvægt að allir mæti til að skapa flotta umgjörð og styðja stelpurnar til sigurs.

Áfram Haukar!