Næstkomandi sunnudag taka stelpurnar á móti Völsungi í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Ásvöllum.
Sem stendur sitja stelpurnar á toppnum í riðlinum með 21 stig eftir átta leiki. Í 2. sæti er ÍBV með 16 stig að loknum sex leikjum.
Völsungur er um miðja deild með 10 stig eftir sex leiki.
Stelpurnar hafa verið ágætu skriði og í síðasta leik unnu þær FH 1-0 í Kaplakrika.
Þegar Haukar og Völsungur mættust síðast á Húsavíkurvelli unnu Haukar 1-2 eftir að hafa verið undir í hálfleik. En tvö mörk frá þeim Leeanna Woodworth og Evu Jenný Þorsteinsdóttur komu Haukum yfir og sigur.
Allir á völlinn að hvetja stelpurnar til dáða.
Áfram Haukar!!!!