Stelpurnar töpuðu

HaukarMeistaraflokkur kvenna tapaði fyrir ÍBV í toppslag 1. deildar kvenna á laugardag 0-1. Stelpurnar eru því í 2. sæti í B-riðli í 1. deild en þær eiga eftir einn leik gegn Tindastól/Neista en hann fer fram næstu helgi á Húsavíkurvelli.

Stelpurnar töpuðu

Stelpurnar spiluðu í gær í Digranesi á móti HK. Stelpurnar byrjuðu ekki vel og höfðu HK stelpur forystuna lengst af leiknum. Lokatölur urðu svo 29-25 HK stelpum í vil.

Stelpurnar töpuðu

Nú er fyrri leik dagsins lokið. Stelpurnar spiluðu núna rétt áðan gegn Stjörnunni. Leikurinn var jafn nánast allan leikinn eða þar til í stöðunni 20-20. Þá gáfu Stjörnustelpur í og komust í fjögurra marka forystu, 24-20, og eftir það áttu stelpurnar okkar aldrei séns. Staðan í hálfleik var 12-13 Stjörnunni í vil og lokatölur 26-31.

Dómgæslan í þessum leik var ekki sú besta. Merki þess er að Stjörnustelpur fóru einu sinni útaf meðan Haukastelpur fóru fjórum sinnum. Það segir kannski ekki allt en Stjörnustelpur voru langt frá því að vera prúðara liðið í leiknum. Allt virðist mega gera við Ramune, hanga aftan í henni, slá hana í andlitið og fleira.

Næsti leikur stelpnanna er næsta laugardag þegar stelpurnar okkar sækja HK heim.

Stelpurnar töpuðu

Í kvöld fór fram leikur Hauka og Stjörnunnar í DHL deild kvenna. Fyrir leikinn voru liðin jöfn í 3. og 4. sæti með 10 stig. Leikurinn var jafn á nánast öllum tölum, í fyrri hálfleik var munurinn mest 3 mörk 4-7. Í hálfleik var staðan 12-15 Stjörnunni í vil.

Í byrjun síðari hálfleiks kom slæmur kafli okkar stelpna. Stjarnan breytti stöðunni úr 12-15 í 13-18 og því forskoti héldu þær í þó nokkurn tíma. Okkar stelpur minnkuðu muninn 25-26 en lengra komust þær ekki. Lokatölur 26-28.

Stelpurnar okkar eru því enn í 4. sæti deildarinnar með 10 stig. Stjarnan er í 3. sæti með 12 stig.

Næsti leikur hjá stelpunum er á sunnudaginn þegar þær taka á móti FH klukkan 14:15 á Ásvöllum

ÁFRAM HAUKAR!!