Stjörnuleikurinn 2010

Stjörnuleikshátíð KKÍ verður haldin með pompi og prakt á morgun laugardag í Hellinum (Seljaskóla), heimavelli ÍR, á morgun. Mikið verður um að vera eins og fyrri ár og munu Haukar eiga nokkra fulltrúa í hinum ýmsu keppnum.

Lið Höfuðborgarsvæðisins leikur gegn liði Landsbyggðarinnar, þriggjastiga keppnin verður á sínum stað, troðslukeppnin sem og troðslukeppnin og landslið prýtt gömlum hetjum mætir Celeb liðinu. Í liði Höfuðborgarsvæðisins er Semaj okkar Inge og án efa eftir að vekja athygli þar sem annars staðar.

 

Bryddað verður upp á nýjung þar sem að Skotkeppni stjarnanna verður nú haldin í fyrsta skipti en þetta er eftirmynd „Shooting stars“ sem er haldin ár hvert í tengdlum við stjörnuleik NBA deildarinnar. Haukar eiga lið þar en í liði Hauka eru María Lind Sigurðardóttir, Haukur Óskarsson og Ívar Ásgrímsson.

 

Í troðslukeppninni eru frá Haukum þeir Semaj Inge og Guðmundur Darri Sigurðsson.

Dagskránna í heild sinni.